Saturday, April 09, 2005

ENTER: the millenium mouse...

hæ, hæ, loksins er hún komin hingað, þúsaldarmúsin, til að tísta og trítla og gera allt sem er mögulegt og hún hefur bara hugmyndaflug til, hljómar spennandi ekki satt ef það hugmyndaflugið í það minnsta er sæmilegt.

Var að velta fyrir mér þessu í morgun: um harðstjórn hlutanna í lífi okkar, eða er það ekki öllu heldur stöðug hugsun okkar um hlutina sem er harðstjórinn, ef við getum losað okkur við hana þá verðum við aðeins frjálsari í þessum heimi, það byggist allt á hugsun og að hafa smá stjórn á henni, en samt ekki að hefta hana þannig að hún fái ekki að flæða því það er mikilvægt...en bestu hugmyndirnar fæðast oft einmitt í algjöru hugsunarleysi.

...Já, hann liggur víst um höfuðið á okkur þessi margumræddi gullni meðalvegur eða öllu heldur segir Dalai Lama sem er minn aðal leiðbeinandi að hann liggi í því sem tíbetsk heimspeki nefnir kun-long aflið og merkir heildarástand hugar og hjarta einstaklingsins. Þegar það ástand er heilbrigt verða athafnir okkar siðferðilega heilbrigðar.
Dalai Lama: Betri heimur, JPV forlag 2000

No comments: